6.22.2008

OPNUNINN Í HLÖÐUNNI

H L A S S 2008




Hlynur Hallsson

Titill : Diskókúla og Hnöttur – 2003-2008

Lítil diskókúla sem snýst rétt yfir gólfinu og lítil hnöttur sem snýst ekki en stendur út í glugga og horfir á Hraundranga, pínu sorgmæddur. Það er líka eitthvað sorglegt við þessa diskókúlu þó að hún snúist. En stundum er hún í stuði. Það er líka hægt að snúa litla hnettinum á alla vegu ef maður vill.

Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur á síðustu 10 árum sett upp um 60 einkasýningar og tekið þátt í um 80 samsýningum. Hlynur hlaut verðlaun Kunstverein Hannover 1997, verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra-Saxlandi 2001 og verðlaun Sparda Bank árið 2006. Hann hefur fengið 6 mánaða listamannalaun 1997, 2002 og 2003 og tveggja ára starfslaun 2006. Hlynur var útnefndur bæjarlistarmaður Akureyrar árið 2005. Verk Hlyns eru í eigu Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Nýlistasafnsins, Listasafnsins á Akureyri, Listasjóðs Dungals, Listasafns Flugleiða, Samlung Howig í Zürich auk nokkurra einkasafna í Evrópu. Hlynur vinnur með ljósmyndir, texta, innsetningar, sprey, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimsíðunni www.hallsson.de.



Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Titill: AÐLÖGUN - 2008

Jóna Hlíf útskrifaðist með Diploma frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2005 og Mastersgráðu úr Glasgow School of Art vorið 2007. Hún hefur rekið galleriBOX ásamt fleirum, og er sýningarstjóri fyrir VeggVerk og Ráðhús gallerí á Akureyri. Hún er umsjónarmaður Gestavinnustofu Gilfélagsins, einn aðstandenda Verksmiðjunnar á Hjalteyri og varamaður í stjórn Myndlistarfélagsins á Akureyri. Jóna hefur sýnt í Listasafni Akureyrar, Nýlistasafninu og í Tramway í Glasgow. Komandi sýningar eru í 101 Gallerý, í D-sal Listasafns Reykjavíkur og Listasafni Mosfellsbæjar.




Unnar Örn Jónasson Auðarson

Titill: Hrörnunarsamstæðan / Glerhlaðan [wardian-garth] - 2008

Unnar Örn J. Auðarson (1974) er listamaður sem vinnur í ólíka miðla og með mismunandi efni. Verk hans eru oft hlutir/hlutar úr stærri innsetningum, ferlis- og tíma tengd verkefni. Yfirleitt vinnur Unnar Örn á gagnrýninn hátt með umhverfi sitt, samfélagið og hlutverk listamannnsins innan þess.



Huginn Arason

Titill: “DRIFTER – FRÁ MANNI TIL MANNS” - 2008

ÉG SÁ FYRIR MÉR AÐ HLASSIÐ LÆKI Í LIT. HLAÐAN LÆKI MARMARAKREMI. LÆKI Í FÖTUR EINS OG MJÓLK

Huginn Þór Arason útskrifaðist með BA-gráðu frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og með MA-gráðu á árinu 2007 frá Akademie der Bildenden Künste í Vínarborg, hjá austurríska listamanninum Franz Graf. Verk Hugins Þórs hafa ma. verið sýnd í Nýlistasafninu og Safni í Reykjavík, Listasafni Akureyrar, sýningarýminu Suðsuðvestur í Reykjanesbæ, Listasafni Alþýðu-ASÍ í Reykjavík, sýningarýminu Transporter í Vínarborg, Austurríki, Kling & Bang Gallerí í Reykjavík og Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Huginn Þór situr í stjórn Nýlistasafnsins og hefur verið sýningarstjóri ásamt öðrum; s.s. að sýningunni Pakkhúsi postulanna í Listasafni Reykjavíkur –Hafnarhúsi og sýningaröðinni Signals in the Heavens í Berlín og New York. 



Karlotta Blöndal

Titill: Þokuhlass - 2008

Dalabóndinn í óþurrknum

Hví svo þrúðgu þú
þokuhlassi
súldanorn
um sveitir ekur?
Þér man eg offra
til árbóta
kú og konu
og kristindómi.

Jónas Hallgrímsson, 1826-28
Hanki, gullbönd, latex og bílaútblástur.
Karlotta Blöndal vinnur oft á mörkum mynd og tungumáls og notar til þess ýmist teikningar, innsetningar eða gjörninga.

Karen Dúa Kristjánsdóttir

Titill: Án titils - 2008

Verkið er sjálfsmynd og fjallar um hamingjuna.

Karen Dúa er fædd á Akureyri árið 1982. Hún tók stúdentspróf við Menntaskólann á Akureyri árið 2002 og lauk myndlistarnámi frá
fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 2006. Hún hefur
tekið þátt í nokkrum samsýningum og hefur haldið þrjár einkasýningar.
Karen hefur ásamt fleirum rekið galleriBOX í Kaupvangsstræti á
Akureyri síðan í júní 2005 og þar er hún einnig með vinnustofu.
CV er að finna hér: http://umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/625




Habby Osk

Titill: Everything is always GREAT!

School of Visual Arts, MFA Fine Arts, 2007-2009, New York, Bandaríkin. AKI, BFA, Mixed Media, 2002-2006, Enschede, Holland.

Gunnhildur Hauksdóttir

Titill: DÝRASÖGUR – 2008

Gunnhildur Hauksdóttir (f. 1972) hefur sýnt innsetningar, höggmyndir, myndbandsverk og gjörninga oft gróflega unnin og úr hráum efniiviði. Vísanir verkanna eru opnar fyrir túlkun áhorfandans en fjalla um manninn, umhverfi hans og viðmið. Að þessu sinni sýnir hún 28 prentaðar ljósmyndir af dýrum sem hún hefur valið sérstaklega og safnað af internetinu fyrir sýninguna.

Níels Hafsteins

Titill: Litskopagusa og sjöspurningaþula – 2008
www.safnasafnid.is


Myndataka: Hugi Hlynsson


5.08.2008




H L A S S

Opnun 20.06.2008
18:00-20:00
21.06 - 21.07 2008

Hlynur Hallsson // Huginn Arason // Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Karlotta Blöndal // Karen Dúa Kristjánsdóttir // Níels Hafstein // Unnar Örn Jónsson Auðarson

Gjörningur // Habby Osk

21:00 Gjörningur // Gunnhildur Hauksdóttir

Halastjarna veitingahús kynnir:

22:00 SÚKKAT + Fiskisúpa = 1.500 krónur

Súpan er frammreidd á milli 18:00-22:00
borðapantanir í síma 461 2200



Hugmyndin á bak við sýninguna er að setja óvenjulegan bæjarviðburð í hversdagslegt sveitaumhverfi. Hvetja fólk til þess að koma að Hálsi, njóta náttúrudýrðarinnar, ganga upp að Hraunsvatni, minnast ljóða Jónasar Hallgrímssonar og fá sér góðan mat á Halastjörnunni. Hlaðan stendur í dag að miklu leyti ónýtt en með því að halda þar sýningu er hægt að sýna möguleikana sem felast í þessum ónýttu rýmum til sýningarhalds eða annarra viðburða, en þannig er farið með fleiri hlöður á landinu en að Hálsi. Þannig er hægt að glæða þær lífi og skapa úr þeim nýtt umhverfi, og koma þannig lífi í þessar undirstöður sveita landsins. Það er þekkt fyrirbæri að menningarviðburðir á fáförnum slóðum dregur fólk að, og sáir skapandi frjókornum í huga þeirra sem þangað koma. Þannig ganga gömul rými oft í endurnýjun lífdaga og fá á endanum nýtt hlutverk eftir að listamenn hafa bent á möguleikana sem í því felast.



Verkefnastjóri er Jóna Hlíf Halldórsdóttir
sími 6630545